Hátíðarkvöldverður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins

Fransk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir hátíðarkvöldverði í Perlunni.Heiðursgestur kvöldsins var Bjarni Benedikstsson, fjármálaráðherra
Franski Michelin-stjörnukokkurinn Philippe Girardon kom sérstaklega til landsins til að elda glæsilega fimm rétta máltið fyrir gesti. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, ávarpaði gesti fyrir matinn og fjallaði m.a. um mikilvægi hallalausra fjárlaga. Lögð verður áhersla á aukinn aga og festu við opinbera fjárstjórn og framkvæmd fjárlaga, bættu eftirlit og síðast en ekki síst skýrari sýn á langtímamarkmið í fjármálum hins opinbera.

Í sínu ávarpi lagði Marc Bouteiller, sendiherra Frakka á Íslandi, um mikilvægi viðskipta milli Íslands og Frakklands. Í sama streng tó Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, og ræddi mikilvægi þess að ná sama árangri og Norðmenn í markaðssetningu á fiski í Frakklandi. Nafn Íslands ætti að vera jafn þekkt sem gæðastimpill á íslenskan fisk og nafn Noregs er nú.