Fyrirtækjaheimsókn í CCP

Félögum ráðsins bauðst tækifæri að heimsækja  tölvufyrirtækið CCP í gærmorgun. Sophie Froment mannauðsstjóri CCP fór yfir sögu fyrirtækisins í máli og myndum og ræddi framtíð þess. Yfirskrift fundarins var  „Menningarlegur fjölbreytileiki í fyrirtækjum“.

Auk  Sophie Froment, talaði  Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri JCDecaux. Sophie fór yfir það hvernig CCP nálgaðist fjölbreyttan uppruna og menningu starfsmanna og tók dæmi um menningarlega fjölbreytni innan fyrirtækisins. Einar hefur aftur á móti gífurlega reynslu í samskiptum við Frakkland og fór hann yfir menningarmun landanna og oft mun á viðhorfum og vinnulags þjóðanna.

Umræður voru líflegar og  mörg skemmtileg dæmi nefnd um misskilning sem oft kemur upp í samskiptum fólks sökum menningarmunar.