Viðskiptatengslin á milli Frakklands og Íslands styrkjast

Árið 2012 var Frakkland sjötti stærsti viðskiptavinur Íslands en þangað fóru 4,4 % vöruútflutnings Íslendinga, að andvirði 28,1 milljarður íslenskra króna. Á sama tíma var Frakkland í 11. sæti þegar horft er til innflutnings á vörum til Íslands, en þá var innflutningurinn að andvirði 12,7 milljarðar króna, sem svarar til 2,1% af heildarvöruinnflutningi Íslendinga.

Útflutningur á vörum frá Íslandi til Frakklands nemur um 59.2% á sjávarafurðum og um 39.5% á iðnaðarvörum. Frá Frakklandi til Íslands er innflutningur til 43.8% á vélum, 17.6% á efnavörum og 13.9% á iðnaðarvörum.

Hluti af viðskiptatengslunum milli landanna tveggja felst í gagnkvæmum fjárfestingum. Frönsk fyrirtæki hafa fjárfest með beinum hætti fyrir um 18 milljónir evra á Íslandi, nánast eingöngu í þjónustugreinum, svo sem auglýsingaiðnaði og ferðaþjónustu. Á hinn bóginn eru beinar og óbeinar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Frakklandi nálægt 216 milljónum evra og var starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja um 5000 manns árið 2012.

Viðskipti milli Íslands og Frakklands hafa verulega aukist frá árinu 2007. Þannig jókst verðmæti vöruútflutninga frá Íslandi til Frakklands um 200% á tímabilinu frá 2007 til 2012. Gengislækkun krónunnar gagnvart evrunni hefur eflaust skipt máli hvað varðar þessa einstöku hækkun vöruútflutninga. Ekki einungis verðmæti útflutninga jókst heldur líka magn þeirra: um 10% að meðaltali milli 2010 og 2012, þrátt fyrir styrkingu krónunnar.

Vöruinnflutningur frá Frakklandi hefur aukist um 46%, einkum á iðnaðarvörum : ökutækjum (+151%), skartgripum (+5000%), landbúnaðar- og skógarvélum (+300%), hreyflum og rafölum (+3250%). Á hinn bóginn jókst íslenskur vöruútfutningur til Frakklands um 7% í 2012, sérstaklega ál (+71%) og lyf (+71%) meðan útflutningur á sjávarafurðum lækkuðust um 46%.

1. Íslenskur innflutningur frá Frakklandi árið 2012

Heimild : Statistics Iceland

 

2. Íslenskur útflutningur til Frakklands árið 2012

Heimild : Statistics Iceland

 

3. Íslenskur vöruskiptajöfnuður við Frakkland frá 2003 (í milljörðum króna)

Heimild : Direction Générale du Trésor

Grein eftir Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi