FRIS viðburður í París 21. júní 2016 - Taktu daginn frá!

FRIS viðburður í París 21. júní 2016 - Taktu daginn frá! 

Fransk íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir viðburði þriðjudagskvöldið 21. júní við Signubakka í tengslum við þátttöku Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016. Lokaleikur landsliðsins í riðlinum fer fram degi síðar.

Hátíðarkokkarnir Siggi Hall & Flora Mikula munu töfra fram íslenskt gæða hráefni og dúettinn Starwalker, þeir Barði Jóhannsson og Jean-Benoît Dunckel úr Air, draga fram rétta tóninn frameftir kvöldi.  Ítarlegri upplýsingar verða sendar út á næstunni – taktu daginn frá.