Myndir - FRIS móttaka og viđskiptakvöldverđur á Signubökkum

 

Fransk íslenska viðskiptaráðið (FRIS) stóð fyrir vel heppnaðri móttöku og viðskiptakvöldverði á Signubökkum í París þriðjudagskvöldið 21. júní í tengslum við þátttöku Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016.

Félagar í FRÍS buðu viðskiptavinum og velunnurum ráðsins til móttökunnar. Formaður ráðsins, Baldvin Björn Haraldsson, bauð gesti velkomna og þakkaði Berglindi Ásgeirsdóttur fyrir gott samstarf í gegnum tíðina en hún heldur nú á önnur mið innan utanrikisþjónustunnar. Að því loknu hélt Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra stutta tölu ásamt Íslandsvininum Lionel Tardy. 


Hátíðarkokkarnir Siggi Hall & Flora Mikula buðu upp á íslenskt gæðahráefni og fransk-íslenski dúettinn Starwalker, þeir Barði Jóhannsson og Jean-Benoît Dunckel úr Air gáfu rétta tóninn fram eftir kvöldi.
Þorsteinn J og félagar frá EM EURO teymi Símans voru með beina útsendingu frá viðburðinum og hituðu upp fyrir hinn sögulega landsleik gegn Austuríki.

Facebook síða FRIS - Myndir - Smelltu hér