Food & Fun - 16. júní

Eins og undanfarin ár halda stjörnukokkarnir Siggi Hall og Flora Mikula uppá þjóðhátíðardag Íslendinga með íslensk-franskri matarveislu á veitingastað Floru Mikula í París (Auberge Flora, 44 blvd Richard Lenoir).

 

Siggi og Flora bjóða uppá Food and Fun - 5 rétta veislumáltíð af franskri matargerð með íslenskum afurðum, eins og þeim einum er lagið og allt í hæstu gæðum. Á boðstólnum verður meðal annars, nýr þorskur, íslensk bleikja, lambakjöt, skyr og fleira allt sérinnflutt vegna dagsins sem síðan blandast frönsku hráefni. Verður það betra ?

 

Að þessu sinni verður hátíðin haldin föstudaginn 16. júní en ekki þann 17. júní.

 

Sigga Hall þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum. Flora Mikula er þekkt og virt nafn í matarheimi Parísarborgar.  Hún hefur einnig verið dómari og virkur þátttakandi í Food & Fun frá upphafi eða síðan 2004.

 

Þetta er kjörið tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að bjóða sínum frönsku viðskiptavinum í íslensk-franskan sælkeramatseðill. 

 

Það verður að venju glaðværð þegar Parísarbúar og Íslendingar stilla saman strengi í matreiðslunni. 

 

Verð: 55 EUR pr. gest.

Pantanir hjá Auberge Flora:

www.aubergeflora.com

S. +33 1 47 00 52 77